Þorraholt

Fallegar útsýnisíbúðir í Hnoðraholti

Fallegar útsýnisíbúðir í Hnoðraholti

Frá Hnoðraholtinu er fallegt útsýni yfir Garðabæinn og út á Faxaflóa. Þá má sjá Snæfellsjökul glitra í fjarska á góðviðrisdögum og auk þess er hægt aðnjóta þess að horfa til Bessastaða.

Innan skamms líður að því að fleiri íbúar fái að njóta þessa útsýnis þar sem Reir Verk ehf. er að byggja nýtt fjölbýlishús við Þorraholtið. Húsið verður þriggja til fjögurra hæða með samtals 49 íbúðum. Samsetning íbúða er þannig að 9 íbúðir eru 2ja herbergja, 36 íbúðir 3ja herbergja og svo 4 þakíbúðir sem eru 3- 4 herbergja.

Í bílageymslu undir húsinu verða 42 bílastæði með tengimöguleikum fyrir hleðslu rafbíla.

Staðsetningin er frábær fyrir alla þá sem njóta góðrar útiveru þar sem Vífilstaðavatn og Heiðmörk er í næsta nágrenni og fyrir golfáhugafólk er Vífilstaðavöllur í göngufæri. Stutt er í verslun og þjónustu þar sem Smáralindin er steinsnar frá ásamt fjölda sérverslana í næsta nágrenni. Helsta stofnbraut höfuðborgarsvæðisins, Reykjanesbraut, liggur neðan við hverfið og þá munu almenningssamgöngur verða um holtið meðstoppistöðvar á Vetrarbrautinni.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir leikskóla skáhalltá móti byggingunum og er Vífilshöll, fjölnota íþróttahús, staðsett viðhliðina á golfvellinum. Nærri eru svo Hofstaðaskóli og Fjölbrautarskóli Garðabæjar. Öflugt íþróttastarf er í bænum og er Stjarnan félagsstarf fyrir bæði börn og fullorðna með fjölda deilda bæði í einstaklings og hóp íþróttum.

Óhætt er að segja að nýjir íbúar Hnoðraholtsins muni njóta þess besta sem Garðabær hefur uppá að bjóða í fallegu umhverfi og góðri þjónustu nærri helstu náttúruperlum bæjarins.

Skrá áhuga á eign.

Haft verður samband við þá sem skrá sig um leið og eignirnar fara í sölu og hafa þeir því forgang.